Gestrisni þjóðarinnar er stór þáttur í góðri upplifun ferðamanna á Íslandi. Saman erum við hluti af verðmætustu stundum fólks á ferðalagi.
Verkefnið Góðir gestgjafar er hvatning til okkar allra um að njóta þessa mikilvæga hlutverks og gæðanna sem því fylgja.
Við getum þakkað blómlegri ferðamennsku fyrir fjölbreytta þjónustu og framúrskarandi gestrisni um land allt. Heimsóknir þessara áhugasömu gesta okkar hafa þannig gert samfélagið fjölbreyttara og skemmtilegra.
Gestrisni hefur alla tíð verið eitt af aðalsmerkjum okkar Íslendinga. Við erum stolt af því að taka vel á móti fólki og viljum halda því áfram. Miklum vinsældum Íslands fylgja þó áskoranir sem við viljum leysa í sameiningu. Það gerum við meðal annars með því að taka vel á móti okkar góðu gestum og leiðbeina þeim um landið og samfélagið, ásamt því að læra á og virða fjölbreytta menningu þeirra.
Tökum þátt og hjálpumst að við að vera góðir gestgjafar.
taka vel á móti þeim sem heimsækja okkur og bjóða þeim að koma aftur og aftur
sýna ólíkum menningarheimum virðingu og vera jafn-framt góðir fulltrúar okkar menningar og samfélags
leiðbeina og hjálpa gestum lendi þeir í vandræðum og á sama tíma vera opin fyrir að læra eitthvað nýtt
sjá til þess að gestir okkar fari heim með góðar minningar og njóta þeirra gæða sem heimsóknir þeirra færa okkur